Heim Ársuppgjör Greining | Velta bransans um 20 milljarðar króna 2016, aldrei hærri

Greining | Velta bransans um 20 milljarðar króna 2016, aldrei hærri

-

Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls tæplega 20 milljörðum króna á árinu 2016 og hefur aldrei verið hærri eins og sjá má af meðfylgjandi grafi. Aukning frá fyrra ári nemur hvorki meira né minna en 83,6%.

Lunginn af þessari veltu er vegna erlendra verkefna.

Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm birtir grafið að ofan og segir meðal annars:

Ríkissjóður lagði til um 4% af þessari upphæð í Kvikmyndasjóð og um 5,7% í endurgreiðslur, sem nýttust að 70% í erlend verkefni. Þessi tiltölulega litla opinbera fjárfesting er því katalíser sem 10 faldast í meðförum greinarinnar. Ríkissjóður fær sitt framlag að lágmarki tvöfalt til baka á framleiðslutíma verkefnanna.

Enn er þó leikið sjónvarpsefni svelt þegar innlend og erlend eftirspurn hefur aldrei verið meiri eftir íslensku efni sem er framleitt á íslensku, sem er einmitt það sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur vilja helst horfa á?!?

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.