spot_img

Áheyrnarprufur vegna “Vítis í Vestmannaeyjum” fara fram 1. apríl

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum verður tekin upp í Vestmannaeyjum nú í sumar. Áheyrnarprufur verða haldnar í Reykjavík 1. apríl í Langholtsskóla.  Leitað er að strákum og stelpum á aldrinum 9 – 11 ára til að leika og koma fram í myndinni.

Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki Gunnars Helgasonar. Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, mun leikstýra og Sagafilm framleiðir. Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir leika sjálfa sig í myndinni.

Hér er hægt að nálgast skráningarsíðuna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR