spot_img
HeimBransinnRÚV leitar að handritaráðgjafa

RÚV leitar að handritaráðgjafa

-

RÚV auglýsir eftir handritaráðgjafa í hlutastarf. Umsóknarfrestur er til og með 10.apríl.

Í tilkynningu frá RÚV segir:

RÚV er sjónvarpsstöð allra landsmanna sem  leggur áherslu á hágæða sjónvarpsdagskrá þar sem vönduð innlend dagskrárgerð er í hávegum höfð. Undanfarið hefur RÚV stóraukið áherslur á leikið íslenskt efni, að segja mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, sögur sem eiga erindi við íslenska sjónvarpsáhorfendur, stórar  sögur og smáar, frumlegar, spennandi, dramatískar, krefjandi, skemmtilegar, hjartnæmar, nærandi og gefandi.

Dagskrárdeild RÚV leitar að handritaráðgjafa í hlutastarf til að slást hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað.

Handritaráðgjafinn gegnir lykilhlutverki við ráðgjöf, verkefnaval og þróun leikins efnis hjá RÚV.

STARFSSVIÐ

* Þróun, verkefnaval og gerð leikins efnis fyrir RÚV.
* Ráðgjöf  í vinnu við lestur og val á handritum sem berast.
* Ráðgjöf og þátttaka í þróun á handritum sem koma til meðframleiðslu eða framleiðslu á vegum RÚV.
* Þátttaka í stefnumörkun á leiknum verkefnum hjá RÚV og hugmyndavinna því tengd.
* Þátttaka í fagráði RÚV um leikið efni.

HÆFNISKRÖFUR

* Menntun í kvikmynda- og handritsgerð fyrir sjónvarp, kvikmyndir eða leikverk eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
* Reynsla af kvikmyndagerð, handritsskrifum eða vinnu við dagskrárgerð fyrir sjónvarp er kostur.
* Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk.
Nánari upplýsingar má finna hér: www.ruv.is/laus-storf.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR