HeimEfnisorðBransinn

bransinn

Nauðsynlegt að breyta lögum til að halda innlendri framleiðslu einkarekinna miðla áfram

Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.

Hvaða áhrif hefur Brexit á breskan kvikmyndaiðnað?

Breski framleiðandinn Stephen Follows, sem sérhæfir sig í framsetningu gagna og tölulegra upplýsinga um breskan kvikmyndaiðnað, hefur birt grein á vef sínum þar sem hann fer yfir hugsanlega galla og kosti við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margt af því sem hann nefnir snertir íslenskan kvikmyndaiðnað á einn eða annan hátt.

Hækkun endurgreiðslu í 25% samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í dag ný lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar samþykkt á Alþingi. Endurgreiðslan verður því 25% frá og með næstu áramótum og næstu 5 árin þar á eftir.

SÍK með málþing um fjármála- og tryggingaþjónustu kvikmyndagerðar

Í tengslum við aðalfund sinn þann 26. maí næstkomandi stendur Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fyrir málþingi um fjármála- og tryggingaþjónustu í kvikmyndagreininni með fókus á alþjóðlegar lausnir fyrir íslenskan markað.

Um 78% þjóðarinnar telja stuðning við kvikmyndagerð mikilvægan samkvæmt nýrri skýrslu

Í nýútkominni skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK, félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, kemur meðal annars fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur stuðning stjórnvalda við kvikmyndagerð mikilvægan.

Svartir sandar, traustir innviðir og endurgreiðsla

Birgir Olgeirsson skrifar á Vísi ítarlega fréttaskýringu um Ísland sem tökustað erlendra kvikmynda og endurgreiðsluna, sem nú stendur til að hækka í 25%. Rætt er við Einar Hansen Tómasson hjá Film in Iceland og Baltasar Kormák.

Kvikmyndagerð augljós auðlind

Magnús Guðmundsson hjá Fréttablaðinu leggur útaf Edduverðlaunum í leiðara og segir 2015 hafa verið ótrúlegt fyrir íslenska kvikmyndagerð. "Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins!"

Ísland að verða of dýrt?

Hækk­un verðlags á Íslandi er orðin áhyggju­efni fyr­ir ís­lenska kvik­mynda­gerð. Með sama áfram­haldi gæti þró­un­in haft áhrif á út­færslu alþjóðlegra kvik­mynda­verk­efna á Íslandi og jafn­vel dregið úr um­fangi þeirra. Þetta seg­ir Leif­ur B. Dag­finns­son, stjórn­ar­formaður Tru­en­orth, í Morg­un­blaðinu í dag.

Jón Gnarr lýsir áhyggjum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, tjáir sig á Fésbókarsíðu sinni í dag um Netflix og framtíðarhorfur í innlendri dagskrárgerð. Hann leggur útaf umfjöllun Kjarnans sem kallar opnun Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur og lýsir áhyggjum sínum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar.

RÚV skorið niður við trog, ráðherrar skammta úr hnefa

Útvarps­gjald mun lækka úr 17.800 krón­um í 16.400 krón­ur á næsta ári samkvæmt nýjustu fréttum. Þetta þýðir um 400 milljóna tekjumissi að sögn RÚV og nemur því heildarhagræðing næsta árs um 500 milljónum. Á móti ákveður ríkisstjórnin að RÚV fái "sérstakt framlag uppá 175 milljónir króna til eflingar inn­lendr­ar dag­skrár­gerðar" eins og það er orðað.

Framleiðendur fagna miðastyrkjum en gagnrýna biðina

Kvikmyndaframleiðendur fagna frumvarpi um að veita miðastyrki vegna sýninga íslenskra kvikmynda síðustu ár. Þeir gagnrýna þó hvernig staðið er að úthlutuninni og segja mikinn fjármagnskostnað hafa lagst á framleiðendur vegna þess hversu seint staðið er við samkomulag um styrkina.

Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds verður þungt högg fyrir innlendan kvikmyndaiðnað

Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds um 1.400 krónur þýðir um 400 milljóna króna tekjumissi fyrir RÚV. Ljóst er að það mun fyrst og fremst bitna á dagskrárframboði og vegur sjónvarpshlutinn þar langþyngst. Mörg framleiðslufyrirtæki og einyrkjar í kvikmyndagerð byggja afkomu sína að verulegu leyti á viðskiptum við RÚV. Viðbúið er að þau muni dragast mikið saman.

Variety: Íslenskir leikstjórar setja mark sitt á alþjóðlega kvikmyndagerð

Variety fjallar um velgengni íslenskra kvikmynda á árinu undir fyrirsögninni "'Íslenskir leikstjórar setja mark sitt á alþjóðlega kvikmyndagerð." Í greininni, sem fjallar að mestu um nýafstaðna RIFF hátíð er sú spurning sett fram hvort Íslendingar muni halda áfram að senda frá sér sífellt betri myndir.

Baltasar: Brú yfir Atlantshafið í smíðum

Baltasar Kormákur segir draum sinn að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem geti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði. Þetta kom fram á fundi á Kex hostel á dögunum á vegum Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, þar sem Baltasar ræddi fjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.

Baltasar: Lítil þekking á þörfum kvikmyndagerðar í bankakerfinu

Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.

Hátíðargusa Margrétar Örnólfsdóttur

Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur flutti hátíðargusu RIFF við opnun hátíðarinnar í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Gusuna má lesa hér.

Einstakt ár í íslenskri kvikmyndagerð

Ragnar Bragason bendir á þá staðreynd á Facebook síðu sinni að íslensk kvikmyndagerð eigi einstakan árangur að baki á undanförnum tólf mánuðum og segir hana standa á tímamótum.

Viðhorf | Jafnrétti í kvikmyndum

Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.

Viðhorf | Kynleg kvikmyndagerð

Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."

Hilmar: Ljóst að greinin á mikið inni 

Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) er í viðtali við Morgunblaðið í tilefni endurkjörs síns til næstu ára. Hilmar bendir meðal annars á að kvikmyndaframleiðsla hér á landi sé í gríðarlegum vexti, hún skapi nú um 900-1000 ársverk og velti um 15,5 milljörðum, en á síðastliðnum fjórum árum hafi veltan aukist um 300%.

Varðveisla kvikmynda í ólestri

Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.

Hrafn Jónsson: Íslenski kvikmyndaveturinn

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður skrifar pistil í Kjarnann þar sem hann leggur útaf erindi íslenskra sjónvarpsstöðva við Íslendinga. Hann segir sjónvarpsstöðvarnar þurfa að vanda sig betur við val á efni og sérstaklega þurfi að huga að hlut kvenna.

Framtíðin ekki glæsileg fyrir íslenska kvikmyndagerð

Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.

Vilja kanna efnahagsáhrif kvikmynda

Ellefu stjórnarþingmenn, þar meðal Vigdís Hauksdóttir formaður Fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa óskað þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um úttekt á hagrænum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi.

87% fjármagns Kvikmyndasjóðs fer til karla

Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.

Hvað gerðist með Miklagarð?

Sigmar Vilhjálmsson fer yfir það sem klikkaði þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var stofnuð á sérstakri uppákomu á vegum ÍMARK næstkomandi mánudag, 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."

Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.

24% veltuaukning í bransanum frá fyrra ári

Af grafinu sem sjá má hér að ofan sést að veltuaukning frá sama tímabili síðasta árs nemur um 24% í framleiðslu á kvikmynduðu efni á Íslandi.

Velta bransans 12,1 milljarður króna 2013

Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls rúmlega 12.1 milljarði króna á árinu 2013 og er það um 12% samdráttur frá árinu 2012 sem er veltumesta ár í sögu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Veltan 2013 er þó sú næst mesta.

Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda

"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.

Forsætisráðherra: Verið að auka framlög til skapandi greina

Sigmundur Davíð segir að í raun sé verið að auka framlög meðal annars til kvikmyndagerðar. Kallar fjárfestingaráætlun síðustu stjórnar "kosningaplagg."

Ragnar Bragason í viðtali: Viðtökur á Íslandi skipta mestu máli

Ragnar Bragason í viðtali á Pressunni um Málmhaus, næstu verkefni sín, stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð og hvort Jón Gnarr snúi aftur í kvikmyndageirann eða haldi áfram í pólitíkinni.

Baltasar í Hollywood Reporter: Gríðarlegt áfall fyrir kvikmyndagerð

Baltasar Kormákur er í viðtali við The Hollywood Reporter um hinn mikla niðurskurð til kvikmyndagerðar. "Þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla sem vinna við íslenskar...

42% niðurskurður til kvikmyndagerðar – yfirlýsing stjórnar SKL vegna fjárlagafrumvarps

Stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjárlagafrumvarps 2014 þar sem niðurskurður á kvikmyndasjóði er fordæmdur. Samtök kvikmyndaleikstjóra fordæma harkalega þann mikla...

Laufey segir niðurskurðinn verða erfiðan fyrir greinina

„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í spjalli við Visi. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf...

Viðhorf | Mótsagnir ráðherra

Kvikmyndabransinn hjó sérstaklega eftir orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósi RÚV þann 11. september s.l. þegar hann sagði, aðspurður um hugsanlegan niðurskurð í menningarmálum:

Yfirlýsing frá stjórn FK vegna fjárlagafrumvarps

Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjárlagafrumvarps 2014 þar sem niðurskurður á kvikmyndasjóði er harmaður.   Félag kvikmyndagerðamanna harmar fréttir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar til...

Yfirlýsing frá stjórn SÍK vegna fjárlagafrumvarps

SÍK - Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tillaga um mikinn niðurskurð kvikmyndasjóðs er harmaður. Stjórnin bendir á að með...

Sigmundur Davíð um mögulegan niðurskurð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáði sig um mögulegan niðurskurð til kvikmyndagerðar og RÚV í Kastljósviðtali þann 11. september s.l. Hér er sá hluti viðtalsins sem...

Viðhorf | Bransinn bíður fjárlaga – búist við miklum niðurskurði

Stóra spurningin sem hangir yfir bransanum þessa dagana snýr að fjárlögum komandi árs. Verða fjárfestingar í kvikmyndagerð skornar niður? Þessum spurningum fæst svarað (að einhverju...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR