Einstakt ár í íslenskri kvikmyndagerð

fúsi-hrútar

Ragnar Bragason bendir á þá staðreynd á Facebook síðu sinni að íslensk kvikmyndagerð eigi einstakan árangur að baki á undanförnum tólf mánuðum og segir hana standa á tímamótum.

Ragnar segir:

Íslenskir kvikmyndagerð stendur á tímamótum. Ótrúlegir hlutir hafa gerst síðasta árið en ég held að fólk átti sig engan veginn á hversu langt við erum komin alþjóðlega:

  • Hross í oss hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.
  • Jóhann Jóhanns fær Golden Globe og tilnefningu til Óskarsverðlauna.
  • Þórir Snær, Skúli Malmquist & Sigurjón Sighvatsson framleiða Z For Zachariah prýdda stórstjörnum og frumsýnd á Sundance.
  • Fúsi fær þrenn verðlaun á hinni stórmerkilegu Tribeca hátíð í New York.
  • Hrútar vinna til einna aðalverðlaunanna á Cannes. Tekur í framhaldi verðlaun á öllum hátíðum sem hún tekur þátt á og er af fagtrímaritum talin líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna.
  • Þáttaröðin Ófærð selst á allar helstu sjónvarpsstöðvar Evrópu.
  • Baltasar Kormákur leikstýrir Everest, opnunarmynd á elstu og einni virtustu kvikmyndahátíð heims í Feneyjum og er talin líkleg til að fá Óskarstilnefningar.
  • Balti fær einnig verðlaun samtaka bandarískra kvikmyndahúsa vegna fyrri afreka.
  • Þá eru ónefndar aðrar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir eins og: Salóme, Hjónabandssæla, Ártún, Vonarstræti, Hvalfjörður, Tvíliðaleikur, Málmhaus, París norðursins ofl. sem ferðast víða um heim, sýndar í kvikmyndahúsum, sjónvarpsstöðvum, fá glimrandi dóma og moka inn verðlaunum á kvikmyndahátíðum.
  • Okkur er einnig treyst fyrir ungdómi nágrannaþjóðanna, en íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru yfir handritsdeild norska Kvikmyndaskólans og Leikstjórnardeild þess danska…

Á sama tíma er Kvikmyndasjóður fjársveltur og ekki er enn boðið upp á háskólanám í kvikmyndagerð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR