Ísland að verða of dýrt?

Tom Cruise og samstarfsfólk við tökur á Oblivion á hálendi Íslands.

Hækk­un verðlags á Íslandi er orðin áhyggju­efni fyr­ir ís­lenska kvik­mynda­gerð. Með sama áfram­haldi gæti þró­un­in haft áhrif á út­færslu alþjóðlegra kvik­mynda­verk­efna á Íslandi og jafn­vel dregið úr um­fangi þeirra.

Þetta seg­ir Leif­ur B. Dag­finns­son, stjórn­ar­formaður Tru­en­orth, í Morg­un­blaðinu í dag, en fyr­ir­tækið hef­ur komið að gerð fjölda er­lendra stór­mynda á Íslandi á síðustu árum með stór­stjörn­um.

Fram hef­ur komið í blaðinu að slík verk­efni hafa velt tug­um millj­arða króna á Íslandi á síðustu árum. Leif­ur seg­ir vinnu­aflið á Íslandi sam­keppn­is­hæft í verði við til dæm­is Banda­rík­in og Bret­land. Aðrir kostnaðarliðir, einkum mat­ur, gist­ing, bíl­ar og ann­ar flutn­ing­ur, séu hins veg­ar að hækka upp að sárs­auka­mörk­um.

Sjá nánar hér: Ísland er að verða of dýrt – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR