Greining | Velta bransans tæpir 11 milljarðar króna 2015, stefnir í metár 2016

velta bransans 2008-2015 plús jan-apr16Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls tæpum 11 milljörðum króna á árinu 2015 og er það um 30% samdráttur frá árinu 2014, sem var veltumesta ár íslenska kvikmyndaiðnaðarins frá upphafi. Allt stefnir hinsvegar í að 2016 verði stærsta ár í veltu fram að þessu.

Líkt og sjá má af grafinu hér að ofan nemur veltan frá janúar til apríl þessa árs um 7,5 milljörðum króna, sem er sú langmesta hingað til fyrir sambærilegt tímabil. Grafið sýnir einnig glöggt að stærstur hluti veltu hvers árs á sér stað eftir þetta tímabil, þ.e. á síðari hluta árs.

Þegar haft er í huga að þegar hefur verið tilkynnt um ýmis stór alþjóðleg verkefni á árinu (en þau mynda meginhluta veltunnar) má ætla að velta yfirstandandi árs verði meiri en nokkru sinni fyrr.

Grafið er unnið af Hilmari Sigurðssyni fyrrum formanni SÍK og byggir á gögnum Hagstofu Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR