HeimFréttir"Hrútar" á Telluride hátíðina

„Hrútar“ á Telluride hátíðina

-

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Hrútar Gríms Hákonarsonar kemur víða við á kvikmyndahátíðum haustins. Grímur og Grímar Jónsson framleiðandi eru nú komnir til Telluride í Colorado fylki en hin virta hátíð þar á bæ hefst á morgun. Þaðan halda þeir til Toronto og eftir það bíða fjölmargar aðrar hátíðir.

Telluride hátíðin fer fram dagana 4.-7. september og meðal annarra mynda sem sýndar verða eru Carol eftir Todd Haynes, Beasts of No Nation eftir Cary Fukunaga, Steve Jobs eftir Danny Boyle og Son of Saul eftir Lázló Nemes.

Meðal annarra hátíða sem myndin heimsækir eftir Toronto eru Helsinki í Finnlandi, Haifa í Ísrael, Zurich í Sviss, Busan í S-Kóreu, Ulaanbaatar í Mongolíu, Mozinet Film Days í Búdapest Ungverjalandi, Gent Film Festival í Belgíu, Molodist Film Festival í Úkraínu, Sao Paulo í Brasilíu, Valladolid á Spáni, Norrænir bíódagar í Lubeck Þýskalandi, Listapad Film Festival í Minsk Hvíta Rússlandi, Zagreb Film Festival Króatíu, Northern Film Festival Hollandi, Ljubljana International Film Festival í Slóveníu, Arava Desert Film Festival í Ísrael og Goa International Film Festival á Indlandi.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR