Dagur Kári var ekki viss um að „Fúsi“ næði í gegn

Dagur Kári Pétursson. (Mynd: Rax / Ragnar Axelsson, Morgunblaðið)
Dagur Kári Pétursson. (Mynd: Rax / Ragnar Axelsson, Morgunblaðið)

Morgunblaðið ræðir við Dag Kára í kjölfar vals Fúsa sem fulltrúa Íslands í Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs og þátttöku myndarinnar á BFI London Film Festival.

Þetta kemur meðal annars fram:

Aðspurður hvort að vel­gengni Fúsa hafi komið hon­um á óvart svar­ar Dag­ur Kári því ját­andi. „Þetta hef­ur komið mér að mörgu leyti á óvart en auðvitað er þetta eitt­hvað sem maður von­ast alltaf eft­ir. Þetta er lág­stemmd en áhrifa­rík mynd og maður var ekki al­veg viss hvort hún næði í gegn. En hún virðist hafa gert það um all­an heim.“

Eins og áður hef­ur sagt frá hef­ur Fúsi unnið fjöl­mörg verðlaun um all­an heim. Fúsi sló til dæm­is gegn í kvik­mynda­hátíðum í Berlín og í Kaup­manna­höfn og vann síðan þrjú stór verðlaun á Tri­beca kvik­mynda­hátíðinni fyr­ir besta leik­ara, hand­rit og kvik­mynd.

Túlk­un Gunn­ars Jóns­son­ar á titil­per­són­unni Fúsa hef­ur þar að auki vakið mikla at­hygli og lof. Hann hlaut til dæm­is sér­stök verðlaun á króa­tísku kvik­mynda­hátíðinni Motov­un Film Festi­val fyr­ir leik sinn í mynd­inni. Dag­ur Kári seg­ir það sér­stak­lega ánægju­legt hversu mikla lukku leik­ur Gunn­ars hef­ur vakið. „Mér þykir al­veg sér­stak­lega vænt um það. Ég skrifaði mynd­ina fyr­ir hann og mér finnst hans leik­ur al­veg meist­ara­leg­ur. Ég verð al­veg ótrú­lega ánægður þegar að fólk kem­ur auga á það.“

Sjá nánar hér: Var ekki viss um að Fúsi næði í gegn – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR