Heim Bransinn Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

-

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Þetta kemur fram á vef RÚV:

Tekið mið af jafnréttissjónarmiðum

„Í drögunum að nýjum styrkúthlutunarreglum er horft sérstaklega til jafnréttismála. Öll umgjörð og allt sem við gerðum varðandi stefnuna, þá vorum við að taka mið af þessum jafnréttissjónarmiðum, sem eru mjög mikilvæg. Ég segi sem kona að alltaf þegar þessi mál koma upp þá hlustar maður sérstaklega. Þess vegna vorum við með hópinn skipaðan þannig að ég taldi alveg víst að tekið væri tillit til þessara sjónarmiða,” segir Lilja og vísar þar til þess að samtökin hafi átt fulltrúa í vinnu við gerð nýrrar kvikmyndastefnu. Ef eitthvað megi betur gera á þessu sviði þá verði það skoðað.

„Ráðherra kvikmyndamála er kona“

Þá nefnir Lilja að konur hafi náð góðum árangri á Edduverðlaununum og að konur gegni veigamiklum embættum tengdum kvikmyndagerð.
„Þá er forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands kona, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins er kona, forstöðumaður eins kvikmyndahúsa landsins er kona. Framkvæmdastjóri stærstu listrænu kvikmyndahátíðar landsins er kona og ráðherra kvikmyndamála er kona,” segir Lilja.

Sjá nánar hér: Lilja: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.