Heim Fréttir Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

-

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum „besta alþjóðlega myndin“ (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Í tilkynningu frá ÍKSA segir:

Stjórn ÍKSA tók ákvörðun um að feta í fótspor nágrannalanda okkar og stilla upp dómnefnd sem velja mun þá mynd sem send verður til keppni um þessi verðlaun. Dómnefndin er skipuð aðilum úr stjórnum fagfélaga í kvikmyndaiðnaðinum auk fulltrúa frá Kvikmyndamiðstöð, Bíó Paradís og kvikmyndagagnrýnanda.

Dómnefndina skipa:
Dögg Mósesdóttir, Samtök kvikmyndaleikstjóra
Júlíus Kemp, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Margrét Örnólfsdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda
Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Félag kvikmyndagerðarmanna
Christof Wehmeier, Kvikmyndamiðstöð Íslands
Áslaug Torfadóttir, Bíó Paradís
Þórarinn Þórarinsson, kvikmyndagagnrýnandi

Send verður út tilkynning um það hvaða kvikmyndir fara fyrir dómnefnd miðvikudaginn 28. október nk. Dómnefndin mun síðan skila niðurstöðum fyrir 24. nóvember næstkomandi.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.