Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum “besta alþjóðlega myndin” (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Í tilkynningu frá ÍKSA segir:

Stjórn ÍKSA tók ákvörðun um að feta í fótspor nágrannalanda okkar og stilla upp dómnefnd sem velja mun þá mynd sem send verður til keppni um þessi verðlaun. Dómnefndin er skipuð aðilum úr stjórnum fagfélaga í kvikmyndaiðnaðinum auk fulltrúa frá Kvikmyndamiðstöð, Bíó Paradís og kvikmyndagagnrýnanda.

Dómnefndina skipa:
Dögg Mósesdóttir, Samtök kvikmyndaleikstjóra
Júlíus Kemp, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Margrét Örnólfsdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda
Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Félag kvikmyndagerðarmanna
Christof Wehmeier, Kvikmyndamiðstöð Íslands
Áslaug Torfadóttir, Bíó Paradís
Þórarinn Þórarinsson, kvikmyndagagnrýnandi

Send verður út tilkynning um það hvaða kvikmyndir fara fyrir dómnefnd miðvikudaginn 28. október nk. Dómnefndin mun síðan skila niðurstöðum fyrir 24. nóvember næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR