
Stuttmyndin Ólgusjór eftir Andra Frey Ríkharðsson, sem var sýnd á RIFF og á Northern Wave 2018 og á kvikmyndahátíðum víðsvegar um Evrópu, er nú aðgengileg á vefnum og má skoða hér.
Myndin fjallar um tvo unga sjómenn sem vinna á litlum báti í Breiðafirði. Þau eru undir mikilli pressu frá útgerðinni að skila hagnaði. Þennan dag verður sjómennskan þó að lúta í lægra haldi fyrir óuppgerðum málum.
Með hlutverk fara: Hafdís Helga Helgadóttir, Eysteinn Sigurðarson og Arnar Jónsson.