Northern Wave hátíðinni frestað

Vegna nýjustu tilkynningar um COVID-19 fjöldatakmarkanir verður alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni:

Mikil óvissa ríkir í heiminum í dag og þar sem okkur er umhugað um öryggi og heilsu gesta, starfsfólks og nærsamfélagsins, munum við að sjálfsögðu fylgja þeim reglum sem sóttvarnarlæknir og yfirvöld setja á.

Hátíðin mun ekki eiga sér stað helgina 23.-25. október eins og fyrr var auglýst, en athugið að henni hefur ekki verið aflýst. Við munum tilkynna nýja dagsetningu og frekari upplýsingar um leið og við getum.

Þá verður verkefninu Norrænar stelpur skjóta einnig frestað. Vinnustofan færist að hluta til á netið og mun ný dagsetning fyrir viðburðinn verða tilkynnt síðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR