HeimEfnisorðNína Richter

Nína Richter

Fréttablaðið um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Ástarljóð á filmu til íslenska sjávarþorpsins

"Sagan er marglaga og styrkleikarnir fleiri en veikleikarnir. Myndin er til þess fallin að ganga í breiðan hóp kvikmyndaunnenda heima og heiman og því er óhætt að mæla með henni fyrir næstu bíóferð," skrifar Nína Richter í Fréttablaðið um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Fréttablaðið um SKJÁLFTA: Mánudagsást og bældar minningar

"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.

RÚV Menning um „Síðustu áminninguna“: Síðasta – og kannski eina áminningin

„Það eru ekki margar íslenskar myndir eins og Síðasta áminningin og vafalaust mættu þær vera miklu, miklu fleiri,“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Nína Richter um nýja heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson.

RÚV Menning um „Tom of Finland“: Falleg saga um hommaklám

Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.

RÚV um „Undir trénu“: Ástarsaga úr skandinavíska raunsæiseldhúsinu

Undir trénu er ástarsaga úr skandínavíska raunsæiseldhúsinu. Spurningar um eðli sambanda, væntingar til maka og fjölskyldu og lífsins sjálfs eru meðal þess sem er velt við og skoðað, og er spurningunum í einhverjum tilfellum svarað af mikilli næmni, en án allrar væmni," segir Nína Richter á Rás 2 RÚV meðal annars og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR