Listaháskólinn opnar kvikmyndadeild í haust

Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.

Í bréfinu segir meðal annars:

…skal upplýst að ráðherra hefur nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi. Frumathugun vegna samningsgerðar hefur verið send til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til yfirferðar og samþykktar. Hvað fjármögnun varðar er gert ráð fyrir því að kvikmyndanám á haustönn 2021 verði fjármagnað af ónýttri styrkveitingu til undirbúnings stofnunar kvikmyndadeildar hjá Listaháskóla Íslands en árin 2022 og 2023 verði kostnaður við kvikmyndanám fjármagnaður af gildandi fjárheimildum fjárlaga í málaflokknum 21.1 Háskólar og rannsóknastarfsemi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR