HeimEfnisorðListaháskóli Íslands

Listaháskóli Íslands

Listaháskólinn auglýsir eftir deildarforseta í kvikmyndalist

Listaháskólinn hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu deildarforseta í kvikmyndalist. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember næstkomandi eða samkvæmt samkomulagi.

Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“, segir Friðrik Þór

„Þetta er fyrst og fremst sorglegt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskóla Íslands í viðtali við RÚV um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Listaháskólanum að annast kennslu kvikmyndanáms á háskólastigi.

Allt að 40 nemendur í kvikmyndadeild LHÍ frá 2022, 500 milljóna króna framlag til 2026

Í samkomulagi ráðuneytis og Listaháskóla Íslands um kvikmyndanám er gert ráð fyrir að boðið verði uppá námsbrautir í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu og er miðað við að fjöldi nemenda verði allt að 40 á ári.

Fríða Björk Ingvarsdóttir: Okkur er ekkert að vanbúnaði

Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Listaháskólinn opnar kvikmyndadeild í haust

Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.

Hvar er kvikmyndanám á háskólastigi?

"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.

Kvikmyndadeild hjá Listaháskólanum á næsta ári

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1. Á dögunum kynnti Kvikmyndaskóli Íslands að ætlunin væri að færa skólann á háskólastig, en Fríða Björk segist hafa efasemdir um þau plön.

Samtal við Hildi Guðnadóttur í Listaháskóla Íslands

Á opnunarkvöldi Hugarflugs, árlegrar rannsóknarráðstefnu Listaháskóla Íslands, fer tónskáldið Hildur Guðnadóttir yfir feril sinn, verk, rannsóknir og vinnuaðferðir í fjarfundarsamtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskólans. Þessi viðburður fer fram fimmtudaginn 13. febrúar í húsnæði Listaháskólans, Laugarnesvegi 91, kl. 17.

Listaháskólinn býður til samtals um kvikmyndanám á háskólastigi

Listaháskóli Íslands býður til samtals um kvikmyndanám á háskólastigi þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14 í húsakynnum LHÍ í Laugarnesi. Stefnumótið er liður í undirbúningi að stofnun kvikmyndadeildar við Listaháskólann og er þróað í samtali við hagaðila. Unnið er í samráði við fagvettvanginn í kvikmyndagerð og menntun.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR