Samkomulag undirritað við Listaháskóla Íslands um kvikmyndanám á háskólastigi

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undirritaði í dag samkomulag við Listaháskóla Íslands um kvikmyndanám á háskólastigi.

Segir á vef Stjórnarráðsins að með samningnum sé hrundið í framkvæmd mikilvægri aðgerð í kvikmyndastefnu, sem kynnt var á síðastliðnum vetri.

Námið mun hefjast haustið 2022 og gert er ráð fyrir allt að 40 ársnemum.

Klapptré hefur óskað eftir að sjá samkomulagið og mun greina frá efni þess við fyrsta tækifæri.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR