Listaháskólinn auglýsir eftir háskólakennara í fræðigreinum kvikmyndalistar

Starfið felur í sér kennslu og stefnumótun um nám í kvikmyndalistadeild og er í samræmi við reglur Listaháskólans um akademísk störf eins og eru í gildi hverju sinni. Viðkomandi mun taka þátt í þróun náms á sviði sviðslista, tónlistar og kvikmyndalistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans.

Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Ráðið er í starfið frá janúar 2024.

Leitað er eftir umsækjendum sem búa yfir:

  • Meistaragráðu í kvikmyndafræði eða tengdum greinum.
  • Víðtækri reynslu af akademískum vinnubrögðum.
  • Reynslu af kennslu á háskólastigi.
  • Breiðri þekkingu á straumum og stefnum í kvikmyndalist.
  • Góðri miðlunar-, samstarfs og samskiptahæfni.
  • Skipulagshæfni og áreiðanleika.
  • Góðri hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR