Klapptré 10 ára

Klapptré er tíu ára í dag, 16. september. Vefurinn fór í loftið þann 16. september 2013.

Ég vil nota tækifærið og þakka fólkinu í kvikmyndagreininni fyrir gott samstarf, fyrirtækjum í bransanum sem og Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir góðan stuðning og síðast en ekki síst vil ég þakka lesendum/áhorfendum/hlustendum fyrir áhugann.

Á þessum tíu árum hafa birst rúmlega 4,400 færslur um allt hvað eina sem lýtur að íslenskum kvikmyndum og sjónvarpi.

Vefurinn hefur verið heimsóttur um 617 þúsund sinnum á þesum tíu árum. Flettingar á einstökum síðum eru rúmlega 1,2 milljónir. Sem þýðir að hann hefur að meðaltali verið heimsóttur um fimm þúsund sinnum á mánuði.

Hér er hlekkur á fyrstu formlegu færsluna á fyrsta deginum.

Hér má skoða allar færslur fyrsta mánaðarins.

Hér má skoða allar færslur ársins 2013.

Athugið að hægt er að nota almanakið neðst til hægri á síðunni til að finna færslur eftir dögum, mánuðum og árum.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR