Klapptré: nýr vefur um kvikmyndir og sjónvarp

Velkomin á Klapptré, nýjan vef um kvikmyndir og sjónvarp. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson, sem einnig stýrir Iceland Cinema Now – vef á ensku um íslenskar kvikmyndir. Vefurinn er hugsaður sem frétta-, skoðana- og upplýsingagátt um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsheiminn.

Klapptré mun einnig birta efni um alþjóðlegar kvikmyndir og sjónvarpsefni, enda er íslenski bransinn hluti af hinum alþjóðlega. Þá verður reglulega boðið uppá hverskyns viðhorf og vangaveltur um kvikmyndir og sjónvarp, þar með talið gagnrýni. Ýmsir pennar koma þar við sögu. Vefurinn mun einnig leggja áherslu á aðgengi að tölulegum upplýsingum um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann.

Klapptré er sjálfstæður miðill. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Klapptré lagar sig að því tæki sem þú kýst að nota til að skoða vefinn, hvort heldur sem er tölva, spjaldtölva eða snjallsími.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR