Þorvaldur Gylfason segir skorta pólitískar myndir á Íslandi

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur Gylfason prófessor ræðir um skort á kvikmyndum um pólitísk efni á Íslandi á vef DV.

„Margt hamlar heilbrigðri framför Íslands eins og dæmin sanna. Hér langar mig að nefna eitt atriði til skjalanna: vanburða kvikmyndagerð. Annars staðar um Norðurlönd hafa verið gerðar kvikmyndir eftir helztu bókmenntaverkum á hverjum stað, en hér heima er hægt að telja slíkar myndir á fingrum annarrar handar. Raunsæiskvikmyndir um stjórnmál eru hér varla til, en þó má nefna Hafið eftir Baltasar Kormák frá 2002 og Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson frá 1980; þar er a.m.k. pólitískt ívaf. Skorturinn á góðum pólitískum kvikmyndum er tilfinnanlegur og skaðlegur í ljósi reynslunnar utan úr heimi.“

Sjá nánar hér: Blogg » Þorvaldur GylfasonDV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR