Heimsókn í heimabíó Hrafns Gunnlaugssonar

Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri við heimili sitt.
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri við heimili sitt.

Á Bíóvefnum er að finna skemmtilega frásögn af heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesið en hann stóð fyrir sýningu á heimili sínu á mynd sinni Óðal feðranna á yfirstandandi RIFF hátíð.

„Gæinn sjálfur er alls ekki ólíklegur til að taka í höndina á þér við innkomu til að bjóða þig velkominn/velkomna, enda hafði hann komið sér fyrir aðgengilegum í stofunni þar sem myndin var sýnd. Í eigin persónu er maðurinn sannkallaður ljúflingur og virtist meira en glaður að fá mannskapinn í heimsókn. Stólum hafði verið komið fyrir allsstaðar í stofunni og var varla pláss eftir (og hvað þá stólar í húsinu). Þegar gestir stigu inn voru þeir enn að meðtaka þetta sérkennilega umhverfi og ímyndunarafl sem býr yfir allri fasteigninni.“

Sjá Bíóvefinn: Heimsókn í heimabíó Hrafns Gunnlaugssonar – Bíóvefurinn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR