Kennsla í kvikmyndalæsi hefst í Bíó Paradís

Oddný Sen kvikmyndafræðingur.
Oddný Sen kvikmyndafræðingur.

Bíó Paradís hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir kvikmyndasýningum fyrir grunn- og framhaldsskólanema þar sem markmiðið er fræðsla og efling kvikmyndalæsis. Sýningarnar hafa verið vinsælar og vel sóttar en þetta haustið hefst formleg kennsla í kvikmyndalæsi fyrir grunnskólanema í bíóinu undir stjórn Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings.

Af þessu tilefni ræðir Oddný við Fréttablaðið í dag:

„Ég verð með námskeið fyrir alla grunnskóla landsins, fyrir börn og unglinga en þetta er í fyrsta skipti sem fræðsla samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna fer fram í kvikmyndahúsi,“ segir Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri í Bíói Paradís.

„Tilgangur sýninganna er alhliða kvikmyndafræðsla og kvikmyndalestur. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum.

Sjá nánar hér: Vísir – Kennsla samkvæmt námskrá í Bíó Paradís.

(Ath.: Ritstjóri Klapptrés var dagskrárstjóri Bíó Paradísar 2010-2013 og er því málið skylt.)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR