Gagnrýni | Only Lovers Left Alive (RIFF)

Tilda Swinton og Tom Hiddleston í Only Lovers Left Alive eftir Jim Jarmusch.
Tilda Swinton og Tom Hiddleston í Only Lovers Left Alive eftir Jim Jarmusch.
[column col=”1/2″][message_box title=”Háskólabíó / RIFF | Only Lovers Left Alive” color=”blue”] [usr 4,5] Leikstjóri: Jim Jarmusch
Handrit:  Jim Jarmusch
Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Tom Hiddleston, Mia Wasikowska
Lengd: 123 mín.
[/message_box][/column]Meistari Jim Jarmusch er hér kominn með nýja mynd sem tekst að koma með ferska sýn á vampírumyndagreinina, sem maður hélt að væri ekki hægt að gera mikið meira með. Myndin fjallar um tvær vampírur, hjón að nafni Adam og Eve (Tilda Swinton og Tom Hiddleston) sem engu að síður búa í sitthvorum enda heimsins; hann í Detroit í Bandaríkjunum en hún í Tangiers, Marokkó.

Það er sama og enginn söguþráður í þessari mynd heldur er hún frekar lýsing á því hvað felst í því að vera vampíra í nútímanum. Þær eru ekki vafrandi um göturnar að éta fólk heldur hafa þær fólk á snærum sínum sem “redda” þeim blóði. Það sem þær gera fyrst og fremst er að hanga í fylgsnum sínum, þar sem þær lifa í felum og óareittar, og gramsa í hlutum. Hún elskar gamlar bækur og fyrsta skotið sem við sjáum af henni samanstendur af henni sitjandi í sófa og bækur allt í kring, en hann elskar tónlist og íbúðin hans er sneisafull af gömlum hljóðfærum og upptökugræjum sem og aragrúa af vínylplötum.

[quote align=”right” color=”#999999″]Það mætti í raun segja að myndin sé um það að vera svalur, eða svalleika. Þetta er mynd sem lifir á stemningu og “grúvi”, eins og fyrri myndir Jarmusch. [/quote] Orðið “cool” (eða “svalt” svo haldið sé við hið ástkæra ylhýra) á vel við þessa mynd. Þær gerast hreinlega ekki svalari. Tónlistin í myndinni er t.d. með eindæmum svöl, mikið af tónlistinni í myndinni eiga að vera verk eftir Adam en eru í raun eftir hljómsveit sjálfs Jarmusch, SQÜRL. Það mætti í raun segja að myndin sé um það að vera svalur, eða svalleika. Þetta er mynd sem lifir á stemningu og “grúvi”, eins og fyrri myndir Jarmusch. Hann skapar hér flott andrúmsloft með svölum persónum og býður áhorfandanum að hanga með þeim í tvo tíma eða svo.

Tilda Swinton og Tom Hiddleston fara hreinlega á kostum sem vampírurnar Adam & Eve. Það er í raun ótrúlegt að engum hafi dottið í hug fyrr að fá Swinton til að leika vampíru, svo fullkomnlega passar hún í hlutverkið. Anton Yelchin er einnig mjög skemmtilegur sem mennskur vinur Adams sem reddar honum öllum gömlu hljóðfærunum og sömuleiðis er gaman að sjá gamla jálkinn John Hurt sem aldraða vampíru.

Það er ákveðinn heimsendastemning í Only Lovers Left Alive, kemur m.a. fram í því að mestöll myndin gerist í tómum götum, umkringd tómum húsum (Detroit kemur fram sem hálfgerður draugabær hérna, allt í niðurníðslu). Einnig kalla vampírurnar mannfólkið “zombies” eða uppvakninga sem setur enn meiri áherslu á þessa sérstöku stemningu. Vampírunar virðast sjálfar vera deyjandi tegund sem passa ekki alveg inn í nútíma líf og lifa því í fortíðinni, gegnum gamlar bækur og tónlist og gömul föt.

Only Lovers Left Alive er í stuttu mál sagt besta mynd Jarmusch í mörg ár og gott dæmi um það að kvikmynd þarf ekki nauðsynlega að hafa skýran söguþráð eða fylgja hinum svokölluðu “handritsreglum” til að virka. Eitt af því sem góðar kvikmyndir geta gert er að gefa áhorfendum innsýn í nýja heima, og það á svo sannarlega við hérna.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR