spot_img
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.
FÆRSLUHÖFUNDUR:

Atli Sigurjónsson

Gagnrýni | Tale of Tales*** (RIFF 2015)

Tale of Tales virkar ekki alveg nógu vel í heildina, það tekur hana nokkurn tíma að grípa mann og tónninn í henni er aðeins á skjön á köflum, segir Atli Sigurjónsson um opnunarmynd RIFF í ár, en hún sé þó bæði grótesk, fjörug og glæsileg.

Gagnrýni | Slow West ***1/2 (RIFF 2015)

"Hversu mikið getur ein grein endurskapað sjálfa sig? Hefur vestrinn gert og sagt allt sem hann getur?," spyr Atli Sigurjónsson í umsögn sinni um vestrann Slow West sem sýnd er á RIFF.

Gagnrýni | Cartel Land *** (RIFF 2015)

Klapptré mun birta umsagnir um RIFF myndir á næstu dögum. Atli Sigurjónsson ríður á vaðið með dómi um kvikmyndina Cartel Land eða Glæpaland.

Gagnrýni | Hrútar

"Það er í raun ekki auðvelt að lýsa þeim krafti sem Grími tekst að skapa með þessari mynd," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni um Hrúta. "Hún byrjar hægt en grípur mann smám saman, byggir hlutina vel upp og skapar einhvern sérstakan heim sem er þó kunnuglegur. Hún heldur manni í einhverri spennu og það er sjaldan ljóst hvað gerist næst, og sagan kemur sífellt á óvart."

Gagnrýni | Grafir og bein

"Myndin fær hægt af stað og lengi vel gerist ekkert en þó virðist eins og það sé verið að byggja að einhverju. Hún byrjar snemma á því að mynda ákveðna stemningu en svo fer hún í raun ekkert lengra með hana og heldur sig bara í sömu stemningunni allan tímann, það er engin raunveruleg þróun," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Gagnrýni | Borgríki 2

"Að mestu leyti mjög vönduð mynd sem heldur manni frá upphafi til enda. Þetta er það sem maður myndi kalla “solid ræmu”. Hún gerir fátt sérlega illa og nær að mestu því sem hún ætlar sér. Þetta er framhaldsmynd sem er ekki algjör endurtekning á fyrstu myndinni heldur víkkar út heiminn og bætir einhverju við, en viðheldur samt stemningu fyrstu myndarinnar," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Framtíðin er á Northern Wave

Atli Sigurjónsson fór á Northern Wave hátíðina um síðustu helgi og segir meðal annars um hana: "Hátíðin er kærkomin viðbót í íslenska kvikmyndamenningu og vonandi mun hún lifa um ókomin ár en það er líka vonandi að hún stækki ekki mikið meira, smæð hennar er að stóru leyti það sem gefur henni sinn sjarma."

Gagnrýni | Dúfa sat á grein og hugleiddi tilveruna (RIFF 2014)

"Það er margt í gangi í þessari mynd og oft ekki alltaf ljóst hvert Andersson er að fara en þetta virðist vera ein af þessum myndum sem dýpkast við hvert áhorf," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Latest Posts

spot_imgspot_img

EKKI MISSA AF