Gagnrýni | Grafir og bein

Úr Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson.
Úr Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson.
[column col=“1/2″][message_box title=“Grafir og bein“ color=“gray“] [usr 1,5] Leikstjóri: Anton Sigurðsson
Handrit: Anton Sigurðsson
AðalhlutverkElvar María Birgisdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Sveinn Geirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Magnús Jónsson
Ísland, 2014
[/message_box][/column]Ef það er eitt sem hefur skort í íslenskri kvikmyndagerð þá eru það greinamyndir. Fjöldi hrollvekja, vísindaskáldskaps og viðlíkra mynda sem gerðar hafa verið af Íslendingum eru nánast teljandi á fingrum annarar handar. Það er því kærkomið að þessu leyti að ný íslensk draugamynd sé komin í kvikmyndahús.

Draugar hafa reyndar spilað mjög stóran þátt í íslenskri kvikmyndagerð gegnum tíðina en Grafir og bein er fyrsta íslenska draugahryllingsmyndin í fullri lengd. Einu draugahrollvekjurnar sem gerðar hafa verið hér á landi eru annaðhvort stuttmyndir (t.d. Nifl eftir Þór Elís Pálsson eða Draugasaga eftir Viðar Víkings) eða sjónvarpsmyndir (Djákninn á Myrká). Það mætti þó deila um myndina Húsið en hún er í raun meira sálfræðitryllir en hrollvekja.

Grafir og bein er frumrauns hins unga leikstjóra Antons Sigurðssonar (hann er aðeins 27 ára) og segir frá hjónunum Gunnari og Sonju (Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Fillipusdóttir) sem fara út á land að vitja bróðurdóttur Gunnars sem var ein eftir í húsinu eftir að foreldrar hennar frömdu sjálfsmorð. Planið er að skreppa upp í sveit og sækja stelpuna, gista eina nótt og fara svo. En eitthvað skrítið er í gangi í húsinu og það reynist þeim erfitt að koma sér burt.

Svona hljómar sagan, eins og frekar dæmigerð draugamynd. Sem þarf ekki að vera slæmur hlutur, það er alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt innan hefðbundins ramma og það er ætíð framkvæmdin sem skiptir mestu máli, frekar en hugmyndin.

En vandamálið hér er einmitt það, framkvæmdin er ekki góð.

Fyrir það fyrsta virkar myndin hreint ekki sem hrollvekja. Það er eins og leikstjórinn og handritshöfundurinn hafi ekki alveg nógu gott skynbragð á því hvað það er sem lætur hrollvekjur virka eða hreinlega hvað þær ganga út á. Hann virðist þó átta sig að einhverju leyti á því að góður hrollur þarf góða uppbyggingu, eða svo virðist vera í einhvern tíma. Myndin fær hægt af stað og lengi vel gerist ekkert en þó virðist eins og það sé verið að byggja að einhverju. Hún byrjar snemma á því að mynda ákveðna stemningu en svo fer hún í raun ekkert lengra með hana og heldur sig bara í sömu stemningunni allan tímann, það er engin raunveruleg þróun.

Anton gerir líka þau mistök að sýna of mikið of snemma, þó maður haldi að það gæti verið meira þá verður það í raun ekki mikið meira. Auk þess er nákvæmlega ekkert ferskt eða sniðugt við framkvæmdina hér. Allur hrollurinn er samansafn af þreyttum klisjum (draugar sem birtast í spegli og hverfa svo, dauður köttur og svo frv.). Fyrir vikið nær myndin ekki að hræða mann í eina sekúndu, hún nær ekki einu sinni að bregða manni því öll bregðuatriðin eru svo fyrirsjáanleg. Lokakaflinn sem allt leiðir að endar líka á því að vera einstaklega máttlaus og klaufalegur.

[quote align=“left“ color=“#999999″]Þessi mynd er í raun afskaplega innihaldsrýr. Þegar allt er útskýrt í lokin er áhorfandinn skilinn eftir með fullt af spurningum um hvernig hitt og þetta gat hugsanlega gengið upp og svo virðist sem það sé ekki heil brú í neinu sem gerðist. Myndin útskýrir líka hrollinn á þann hátt að nánast öll dulúð er tekin burt en eitt sem gerir góða hryllingsmynd er að hafa ákveðna dulúð yfir hlutunum, að vera ekki að skýra allt of mikið. Hið óútskýrða er oft hið mest ógnvekjandi. [/quote]En þó eru ákveðnir þættir myndarinnar sem virka ágætlega og eiga sinn þátt í að myndin er hálf-áhorfanleg lengst af. Myndatakan er flott, klippingin er vönduð og hljóðvinnslan er mjög frambærileg að mestu. Grafir og bein var gerð fyrir lítinn pening en sýnir að það er hægt að láta mynd líta vel út þrátt fyrir það. Þetta er bara spurning um að fá fólk sem veit hvað það er að gera (og kannski líka vera með góðar græjur). En það er samt lítið sérlega framúrskarandi við kvikmyndagerðina og ekki mjög sterkur stíll á henni. Hún lítur ágætlega út en ekkert er eftirminnilegt við tæknilegu hliðina.

Leikararnir standa sig flestir þokkalega enda valinn maður í hverju rúmi, en þeir eru samt langt frá sínu besta. Efnið er einfaldega ekki þeim samboðið og þeir ná lítið að gera með það. Samtölin eru flest frekar stirð og klunnalega skrifuð og mikið af lélegum útskýringarsamtölum. Þetta er svona mynd þar sem tvær persónur eiga heilt samtal þar sem þær eru að segja hvor annari hluti sem þær vita full vel að hin veit allt um, bara til að koma upplýsingunum til skila til áhorfandans. Þetta er allra ódýrasta leiðin til að koma upplýsingum til skila og hefði vel mátt gera það á mun snjallari máta.

Þessi mynd er í raun afskaplega innihaldsrýr. Þegar allt er útskýrt í lokin er áhorfandinn skilinn eftir með fullt af spurningum um hvernig hitt og þetta gat hugsanlega gengið upp og svo virðist sem það sé ekki heil brú í neinu sem gerðist. Myndin útskýrir líka hrollinn á þann hátt að nánast öll dulúð er tekin burt en eitt sem gerir góða hryllingsmynd er að hafa ákveðna dulúð yfir hlutunum, að vera ekki að skýra allt of mikið. Hið óútskýrða er oft hið mest ógnvekjandi. En það er ekki raunin hér. Helsta mysterían er hvernig höfundinum datt í hug að þetta myndi virka. Það er eins og hann hafi hugsað að það væri kannski svalt að gera íslenska draugamynd en svo ekki haft mjög skýra hugmynd um hvað meira hann gæti gert.

Annað sem virkar alls ekki hér er dramað milli aðalkarakteranna. Fyrir utan að vera einstaklega klisjukennt þá hefur það í raun mjög takmarkaða tengingu við hrollinn og skiptir á endanum litlu máli. Myndin nær ekki að láta mann vera ekki sama um persónurnar og vandamál þeirra. Hér eru persónurnar að kljást við barnadauða, yfirvofandi fangelsisdóm og drauga fortíðar en allt er þetta frekar óljóst og klént.

Í stuttu máli sagt þá er leiðinlegt að segja að fyrsta alvöru íslenska draugahrollvekjan í fullri lengd er misheppnuð í flesta staði, ágætis umbúðir utan um rýrt innihald og gjörsamlega mislukkuð sem hrollvekja.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR