Þetta helst á árinu 2023

Hér eru tíu helstu fréttir sem birtust á Klapptré á árinu 2023 (hingað til). Alls hafa 332 færslur birst á Klapptré á þessu ári.

Smelltu hér til að skoða allar færslur ársins á einni síðu (nýjasta efst).

Þetta er fyrsta heila árið þar sem Covid faraldurinn hefur ekki áhrif á kvikmyndahús. Ljóst er að aðsókn á íslenskar kvikmyndir á árinu er mjög góð og árið verður þeim aðsóknarhæstu síðasta áratuginn. Heildaraðsókn í bíó á árinu er einnig að nálgast aðsóknina 2019.

Nánar verður gerð grein fyrir þessu í hefðbundu áramótauppgjöri Klapptrés sem birtist í nokkrum umfjöllunum í janúar undir Ársuppgjör.

Hér eru tíu helstu fréttirnar 2023 í tímaröð:

Stór opnunarhelgi á VILLIBRÁÐ

MY YEAR OF DICKS eftir Söru Gunnarsdóttur tilnefnd til Óskarsverðlauna

Gísli Snær Erlingsson ráðinn forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

Baltasar Kormákur um Gufunes og stöðuna í íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð

80% aukning í tekjum í kvikmynda- og sjónvarpsgreininni á áratug

FÁR fær sérstaka viðurkenningu í Cannes

Klippa frá Skjaldborg 2023

Framleiðandi THE WALKING DEAD kaupir meirihluta í Sagafilm

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður um 13,5% í fjárlagafrumvarpi 2024

VOLAÐA LAND á stuttlista til Óskarsverðlauna

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR