spot_img

NORTHERN COMFORT komin í bíóhús

Sýningar á Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hófust í bíóhúsum síðastliðin föstudag.

Myndinni er svo lýst:

Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvilltur á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn… og fljúga!…

Með helstu hlutverk fara Lydia Leonard. Timothy Spall, Ella Rumpf, Sverrir Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Simon Manyonda.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir og skrifar handrit ásamt Halldóri Laxness Halldórssyni og Tobias Munthe. Grímar Jónsson hjá Netop Films er framleiðandi en meðframleiðendur eru Sol Bondy, Fred Burle og Mike Goodridge.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Síðasta færsla
Næsta færsla

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR