HeimEfnisorðNorthern Comfort

Northern Comfort

[Könnun] Veldu bestu íslensku bíómyndina, þáttaröðina og heimildamyndina 2023

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.

Lestin um NORTHERN COMFORT: Gaman að sjá íslenska grínmynd sem einbeitir sér að vitleysisgangi

„Hafsteini tekst mjög vel að búa til skemmtilega karaktera sem er virkilega gaman að fylgjast með skjóta sig aftur og aftur í fótinn,“ segir Kolbeinn Rastrick í Lestinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

KULDI nálgast 25 þúsund gesti, TILVERUR opnar í 9. sæti

Tilverur var frumsýnd um helgina og er í 9. sæti á tekjulista FRÍSK. Kuldi er í þriðja sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Northern Comfort er í 7. sæti eftir þriðju helgi.

Morgunblaðið um NORTHERN COMFORT: Mót kvíðasjúklinga

"Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

NORTHERN COMFORT fær góðar viðtökur í Frakklandi

Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson (Afturelding, Undir trénu) var frumsýnd í frönskum kvikmyndahúsum um síðastliðna helgi. Myndinni var dreift í yfir 50 bíósali víðsvegar um Frakkland og hafa viðtökur verið góðar.

NORTHERN COMFORT selst víða um heim

Franska sölufyrirtækið Charades hefur selt sýningarrétt á Northern Comfort Hafsteins Gunnars Sigurðssonar víða um heim. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en í júní verður hún sýnd á Transylvania hátíðinni í Rúmeníu.

[Klippa] Sölufyrirtækið Charades selur NORTHERN COMFORT

Franska sölufyrirtækið Charades mun selja nýjustu mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, á heimsvísu. Klippa úr myndinni hefur verið birt í tengslum við heimsfrumsýningu myndarinnar á South by Southwest (SXSW) hátíðinni í Austin, Texas á sunnudag.

Tökur hafnar á NORTHERN COMFORT, Timothy Spall og Sverrir Guðnason í helstu hlutverkum

Tökur eru hafnar við Mývatn á Northern Comfort, fyrstu bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar á ensku. Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films. Hinn kunni breski leikari Timothy Spall fer með eitt aðalhlutverka ásamt Sverri Guðnasyni og Lydia Leonard.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR