Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.
„Hafsteini tekst mjög vel að búa til skemmtilega karaktera sem er virkilega gaman að fylgjast með skjóta sig aftur og aftur í fótinn,“ segir Kolbeinn Rastrick í Lestinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.
Tilverur var frumsýnd um helgina og er í 9. sæti á tekjulista FRÍSK. Kuldi er í þriðja sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Northern Comfort er í 7. sæti eftir þriðju helgi.
"Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.
Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson (Afturelding, Undir trénu) var frumsýnd í frönskum kvikmyndahúsum um síðastliðna helgi. Myndinni var dreift í yfir 50 bíósali víðsvegar um Frakkland og hafa viðtökur verið góðar.
Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson var opnunarmynd Transilvaníuhátíðarinnar í Rúmeníu síðastliðinn föstudag. Norrænar kvikmyndir verða í brennidepli í ár.
Franska sölufyrirtækið Charades hefur selt sýningarrétt á Northern Comfort Hafsteins Gunnars Sigurðssonar víða um heim. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en í júní verður hún sýnd á Transylvania hátíðinni í Rúmeníu.
Alissa Simon gagnrýnandi Variety fjallar um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en myndin var heimsfrumsýnd á South by Southwest hátíðinni um helgina.
Franska sölufyrirtækið Charades mun selja nýjustu mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, á heimsvísu. Klippa úr myndinni hefur verið birt í tengslum við heimsfrumsýningu myndarinnar á South by Southwest (SXSW) hátíðinni í Austin, Texas á sunnudag.
Nýjasta mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, verður frumsýnd á South by Southwest-hátíðinni í Austin í Texas á sunnudaginn.
Tökur eru hafnar við Mývatn á Northern Comfort, fyrstu bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar á ensku. Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films. Hinn kunni breski leikari Timothy Spall fer með eitt aðalhlutverka ásamt Sverri Guðnasyni og Lydia Leonard.