NORTHERN COMFORT frumsýnd á South by Southwest

Nýj­asta mynd Haf­steins Gunn­ars Sig­urðsson­ar, Nort­hern Com­fort, verður frum­sýnd á South by Sout­hwest-hátíðinni í Aust­in í Texas á sunnu­dag­inn.

Morgunblaðið skýrir frá:

South by Sout­hwest er risa­vax­in og mik­ilsvirt lista­hátíð fyr­ir kvik­mynd­ir, tónlist og uppistand. Bú­ast má við því að frum­sýn­ing mynd­ar­inn­ar veki mikla at­hygli. „Hátíðin hent­ar þess­ari mynd mjög vel sem tek­ur sig ekki of al­var­lega en er samt list­rænt metnaðarfull,“ seg­ir Haf­steinn í viðtali við Morg­un­blaðið í dag.

Nort­hern Com­fort er lýst sem svartri kó­medíu en mynd­in fjall­ar um skraut­leg­an hóp fólks á flug­hræðslu­nám­skeiði í London þar sem ferðinni er heitið til Íslands. Timot­hy Spall, einn þekkt­asti kvik­mynda­leik­ari Breta, fer með eitt af aðal­hlut­verk­un­um. Haf­steinn kveðst renna nokkuð blint í sjó­inn með þessa mynd. „Maður veit aldrei hvað maður hef­ur í hönd­un­um fyrr en maður upp­lif­ir mynd­ina með fólk í kring­um sig. Fram und­an er því stund sann­leik­ans, þarna sjá­um við kannski hvaða líf þessi mynd fær … eða dauða.“

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR