spot_img

NORTHERN COMFORT fær góðar viðtökur í Frakklandi

Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson (Afturelding, Undir trénu) var frumsýnd í frönskum kvikmyndahúsum um síðastliðna helgi. Myndinni var dreift í yfir 50 bíósali víðsvegar um Frakkland og hafa viðtökur verið góðar.

Myndin hlaut til að mynda fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Le Figaro, einu stærsta dagblaði Frakklands. Sá fer fögrum orðum um myndina, segir hana sprenghlægilegt og óvænt ferðalag, litað stórkostlega dökkum húmor:

For his first production in English, Icelandic Hafsteinn Gunnar Sigurdsson (Under the Tree) chooses grating laughter, adopts superior pessimism, watches bits of civilization gently crumble away in a glacial setting. That, the passengers will remember. The spectators too, who will be delighted to have been taken on this journey full of the unexpected. The way to fasten your belt in your movie theater seat? The only risks of turbulence will be due to contagious hilarity. Ready to take off? One certainty, however: the film will not be screened on any long-haul.

Northern Comfort er svört kómedia sem fjallar um fyrrverandi sérsveitarhermann, stressaðan byggingaverkfræðing, áhrifavald með hálfa milljón fylgjendur og vanhæfan leiðbeinanda sem lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvillt á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn… og fljúga!

Handritið er skrifað af Hafsteini Gunnari, Halldóri Laxness Halldórssyni og Tobias Munthe. Með helstu hlutverk fara Lydia Leonard, Timothy Spall, Ella Rumpf, Sverrir Guðnason, Simon Manyonda, Rob Delaney og Björn Hlynur Haraldsson.

Myndin er framleidd af Grímari Jónssyni hjá Netop Films (Hrútar, Undir Trénu, Héraðið) í samframleiðslu við One Two Films í Þýskalandi og Good Chaos í Bretlandi.

Myndin verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum þann 15. september.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR