spot_img

SOVIET BARBARA, FÁR og HEIMALEIKURINN meðal íslenskra mynda á Nordisk Panorama

Fimm nýjar íslenskar heimilda- og stuttmyndir taka þátt í Nordisk Panorama í ár, en hátíðin fer fram í Malmö 21.-26. september.

Heimildamyndirnar Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson og Heimaleikurinn eftir Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson keppa báðar í flokknum Besta norræna heimildamyndin.

Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schluter keppir um bestu norrænu stuttmyndina.

Stuttmyndin Þegar trén koma eftir Berglindi Þrastardóttur tekur þátt í Nýjum norrænum röddum og stuttmynd Önnu Katrínu Lárusdóttur, Sætur (Felt Cute), verður í flokknum Ung norræn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR