spot_img

Listaháskólinn auglýsir eftir deildarforseta í kvikmyndalist

Listaháskólinn hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu deildarforseta í kvikmyndalist. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember næstkomandi eða samkvæmt samkomulagi.

Þetta kemur fram á vef Listaháskólans og þar segir:

Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í kvikmyndalist.

Deildarforseti ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta og rektor. Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100%. Ráðið er í starfið frá 1. nóvember 2021 eða samkvæmt samkomulagi.

Verkefni og ábyrgð

 • Mótun á stefnu deildar í samræmi við heildarstefnumörkun skólans
 • Uppbygging náms og kennslu á fagsviði kvikmyndalistar
 • Þverfagleg samvinna milli deilda og sviða
 • Samstarf við fagvettvang og alþjóðlegt samstarf
 • Starfsmannahald og málefni nemenda
 • Efling á starfsanda og samheldni
 • Gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana
 • Starfið getur falið í sér kennslu

Menntun, reynsla, hæfni

Deildarforseti skal hafa akademískt hæfi. Við ráðningu í starfið fer fram hæfismat skv. reglum Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Umsækjendur verða metnir útfrá neðangreindum kröfum um menntun, reynslu og hæfni á grundvelli umsóknar auk þess sem frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

 • Bakkalárgráða sem nýtist í starfi.
 • Meistaragráða í kvikmyndagerð eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi eða framúrskarandi ferill í fagreininni, sbr. reglur um veitingu akademískra starfa þar sem meta má feril til jafngildis formlegri menntun.
 • Innsýn í starfsemi á háskólastigi
 • Reynsla af stjórnun
 • Virk þátttaka í fagsamfélagi
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðað hugarfar
 • Mjög góð hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.
 • Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn
 • Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Greinargerð sem sýnir faglega sýn umsækjenda á starfið og framtíðarsýn hans á rannsóknir og kennslu á fagsviðinu
 • Nöfn tveggja meðmælenda
 • Umsækjanda er heimilt að skila inn öðrum gögnum til stuðnings umsóknar.

Umsókn ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og staðfestu afriti af prófskírteinum auk annarra gagna skal skilað eigi síðar en 26. september 2021 á netfangið starfsumsokn@lhi.is, merkt: Deildarforseti í kvikmyndalist.

Frekari upplýsingar um starfið veita Þóra Einarsdóttir, sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista, thora@lhi.is og Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, soleybjort@lhi.is.

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. LHÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Starfsumhverfi

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR