spot_img

SELSHAMURINN valin besta stuttmyndin í Litháen

Stuttmyndin Selshamurinn eftir Uglu Hauksdóttur var valin besta stuttmyndin á WIIFF hátíðinni í Litháen sem fram fór síðustu helgina í ágúst.

Myndin, sem tilnefnd er til Edduverðlauna í ár, fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu.

Ugla skrifar handrit auk þess að leikstýra. Framleiðandi er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures. Með helstu hlutverk fara Björn Thors, Bríet Sóley Valgeirsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR