spot_img

BORGEN leikarinn Pilou Asbæk í ELDUNUM

Danski leikarinn Pilou Asbæk (Game Of Thrones, Borgen) verður meðal leikara í Eldunum sem Ugla Hauksdóttir mun leikstýra. Tökur hefjast í sumar. Sölufyrirtækið Bankside fer með sölurétt.

ScreenDaily segir frá og þar kemur meðal annars fram að verkið hafi verið forselt til Þýskalands, Austur-Evrópu, Mið-Austurlanda og Sviss.

Ingvar E. Sigurðsson og pólski leikarinn Borys Szyc verða einnig í leikarahópnum. Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverkið en meðal annarra leikara eru Guðmundur Ólafsson, Þór Tulinius, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Jörundur Ragnarsson.

Eldarnir er byggð á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Jarðskjálftahrina á Reykjanesi boðar eldgos og Anna, færasti eldfjallafræðingur landsins, er með öryggi almennings í höndum sér. Eldgosið reynist óútreiknanlegt og þegar hún verður ástfangin af manni utan hjónabands, missir Anna tökin á aðstæðum og bíður hættunni heim.

Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films.

HEIMILDScreen
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR