HeimEfnisorðKvikmyndastefna 2020-2030

Kvikmyndastefna 2020-2030

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Laufey Guðjónsdóttir ræðir aukin umsvif Kvikmyndamiðstöðvar

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.

Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands í fullri vinnslu

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu varðandi kvikmyndanám á haskólastigi þar sem segir meðal annars: "Samkvæmt fréttaflutningi RÚV og Listaháskóla Íslands má skilja að val hafi átt sér stað, við þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins heimila undirbúning samningagerðar við Listaháskólans um stofnun kvikmyndadeildar við skólann. Þetta er kynnt eins og úthlutun hafi átt sér stað eftir keppni. Þetta er misskilningur."

Listaháskólinn opnar kvikmyndadeild í haust

Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.

Hvar er kvikmyndanám á háskólastigi?

"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Konur í kvikmyndagerð vilja svör frá menntamálaráðherra

WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.

Kvikmyndastefnan til umfjöllunar í Nordic Film and TV News

Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.

Lilja Ósk: Kvikmyndastefna markar nýtt upphaf fyrir greinina

Lilja Ósk Snorradóttir, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir nýframlagða Kvikmyndastefnu til 2030 marka nýtt upphaf fyrir íslenska kvikmyndagerð.

Kvikmyndastefna til 2030 lögð fram

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram Kvikmyndastefnu til ársins 2030. Stefnan inniheldur fimm meginmarkmið sem ætlað er efla íslenskan kvikmyndaiðnað á næstu árum. Meðal annars er kveðið á um eflingu Kvikmyndasjóðs, stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs fyrir sjónvarpsverkefni, háskólamenntun í kvikmyndagerð, bætta miðlun kvikmyndaarfsins, fjölskylduvænna starfsumhverfi, skattaívilnanir og starfslaun höfunda kvikmyndaverka.

Skýrsla um kvikmyndastefnu væntanleg í apríl, nýtt samkomulag um kvikmyndamál mun byggja á henni

Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er ráðgert að verkefnishópur sem vinnur að gerð kvikmyndastefnu skili tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðherra í apríl næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR