[Stikla] Þáttaröðin VELKOMMEN TIL UTMARK í leikstjórn Dags Kára sýnd í vor á HBO Nordic

HBO Nordic hefur sent frá sér stiklu þáttaraðarinnar Velkommen til Utmark í leikstjórn Dags Kára. Þættirnir verða frumsýndir með vorinu.

Klapptré sagði fyrst frá verkinu hér, en þáttaröðinni er svo lýst:

Allir þekkja alla í þessu einangraða samfélagi á jaðri siðmenningarinnar. Utmark er staður þar sem andrúmsloftið er skrýtið og villt og gestrisni gildir ekki um nýbúa. Þegar bjartsýnn skólakennari kemur í þorpið í von um áhyggjulaust líf í fallegu umhverfi, gerir hún sér fljótt grein fyrir því að sú eina sem hagar sér sæmilega er 12 ára stelpa.

Þættirnir eru átta í þessu norska gamandrama og höfundur handrits er Kim Fupz Aakeson (A Somewhat Gentle Man, In Order of Disappearance).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR