Deepa Mehta heiðursgestur RIFF ræðir nýjustu mynd sína

Deepa Mehta leikstýra.
Deepa Mehta leikstýra.

Einn heiðursgesta RIFF 2016 er indverska leikstýran Deepa Mehta. Morgunblaðið ræddi við hana um nýjustu mynd hennar, Anatomy of Violence, sem sýnd verður á hátíðinni.

Í viðtalinu, sem Júlía Margrét Alexandersdóttir tekur, kemur meðal annars eftirfarandi fram:

„Sem mann­eskja og sem femín­isti er það mér mjög mik­il­vægt að það sé hægt að rjúfa þenn­an víta­hring sem heim­ur­inn býr við – nauðgan­ir sem eiga sér stað um all­an heim, all­an árs­ins hring. Ég held að til að stöðva þetta verðum við að reyna að skoða og skilja hvaðan grimmd af þessu tagi kem­ur,“ seg­ir ind­versk-kanadíska kvik­mynda­gerðar­kon­an Deepa Mehta sem er heiðurs­gest­ur RIFF í ár.

Mehta skoðar í nýj­ustu mynd sinni, Anatomy of Vi­o­lence, einn al­ræmd­asta glæp síðari tíma, hópnauðgun og morð á 23 ára gam­alli há­skóla­stúlku í Nýju-Delí á Indlandi árið 2012 þegar sex menn réðust á Jyoti Singh Pand­ey í stræt­is­vagni þar í borg með þeim af­leiðing­um að hún lést af sár­um sín­um tveim­ur dög­um eft­ir árás­ina. Deepa sem dvel­ur helm­ing árs­ins á Indlandi og helm­ing árs­ins í Kan­ada var stödd í Nýju-Delí þegar þetta gerðist og eins og fjöldi borg­ar­búa gerðu fór hún út á göt­urn­ar til að mót­mæla þenn­an morg­un sem frétt­irn­ar af voðaverk­inu bár­ust.

Og ennfremur:

„Ég er aldrei hrif­in af því að vera með ein­hvern áróður eða skila­boð í kvik­mynd­um, þá gæti ég allt eins orðið stjórn­mála­maður, en ég yrði samt sátt ef þessi kvik­mynd yrði kveikja að umræðu, sam­tali um það hvernig megi rjúfa þenn­an víta­hring sem við erum kom­in í, og skiln­ing á því hvernig sam­fé­lagið sjálft er líka ábyrgt. Sam­fé­lagið er ábyrgt fyr­ir því að skapa menn sem fram­kvæma slíka glæpi,“ seg­ir Mehta og bæt­ir við að spurn­ing henn­ar sé: „Hvað er það sem býr til þessi skrímsli?“

Mehta seg­ist telja að Anatomy of Vi­o­lence sé jafn­vel henn­ar síðasta mynd en kvik­mynda­gerðar­kona er 66 ára göm­ul. „Ég er ekki hundrað pró­sent viss en ég held það nú samt. Mér líður eins og allt sem ég hef viljað segja í öll­um mynd­um mín­um skili sér full­kom­lega í þess­ari. Sem er at­hygl­is­vert í sjálfu sér því þetta er mynd sem ég gerði á allt ann­an hátt en ég hef gert nokkra kvik­mynd. Þessi mynd er ekki fal­leg, hún er ber og hrá en ég vildi frek­ar hafa hana eins og „heima­víd­eó“ en list­ræna kvik­mynd og í henni er því eng­in tónlist. All­ar til­raun­ir sem ég hef nokk­urn tím­an viljað prófa í þess­ari list­grein gerði ég þarna.“

Sjá nánar hér: „Hvað er það sem býr til þessi skrímsli?“ – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR