spot_img

[Plakat] Spennumyndin “Grimmd” væntanleg í október

grimmd-plakat

Plakat spennumyndarinnar Grimmd eftir Anton Sigurðsson hefur verið afhjúpað. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 21. október. Ný stikla myndarinnar er væntanleg.

Fram kemur á Vísi að framleiðendur myndarinnar og leikstjóri hafi unnið náið með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem veitti ráðgjöf við gerð myndarinnar.

Grimmd segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið.

Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Jóhannes Schram (Sveinn Ólafur Gunnarsson) eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar.

Haraldur Bender framleiðir fyrir Virgo Films.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR