spot_img

[Stikla] „Borgarstjórinn“ hefst 16. október á Stöð 2

Jón Gnarr og Pétur Jóhann í Borgarstjóranum.
Jón Gnarr og Pétur Jóhann í Borgarstjóranum.

Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.

Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon fara með helstu hlutverkin, en Jón, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir leikstýra þáttunum, sem fjalla eins og nafnið bendir til um reykvískan borgarstjóra og uppátæki hans.

Handrit skrifuðu Jón Gnarr, Hrefna Lind Heimisdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafur S.K. Þorvaldz.

Rvk. Studios framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR