HeimEfnisorðMaría Reyndal

María Reyndal

Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Lestin á Rás 1 um „Mannasiði“: Rýfur vítahring þöggunar

Heiða Jóhannsdóttir fjallar um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal, í Lestinni á Rás 1 og segir hana gott dæmi um fágaða kvikmyndagerð fyrir sjónvarp.

Starafugl um „Mannasiði“: Að vanda til verka

Ragnheiður Birgisdóttir skrifar á Starafugl um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal. "Mannasiðir er saga um venjulegt fólk í íslenskum samtíma og því dregur myndin fólk að skjánum. Sú aðferð að sýna frá reynslu og tilfinningum bæði þolenda og gerenda er áhrifarík leið til að ná til áhorfenda," segir Ragnheiður meðal annars.

RÚV sýnir „Mannasiði“ um páskana

Mannasiðir kallast ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem frumsýnd verður á RÚV um páskana. Myndin er samstarfsverkefni RÚV og framleiðslufyrirtækisins Glassriver, en María Reyndal leikstýrir og skrifar handrit. Sagan snýst um meint kynferðisbrot og áhrif þess á geranda, þolanda, fjölskyldur þeirra og vini.

„Borgarstjórinn“ bakvið tjöldin

Þátt um gerð sjónvarpsþáttanna Borgarstjórinn er hægt að skoða hér.  Sýningar á þáttaröðinni hefjast 16. október á Stöð 2.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

[Stikla] „Borgarstjórinn“ hefst 16. október á Stöð 2

Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR