Heim Fréttir Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin VERBÚÐ fær um 43 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

-

Tökur á þáttaröðinni Verbúð eru hafnar og munu standa til ágústloka. Verkefnið fékk á dögunum um 43 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Þáttaröðinni er svo lýst á vef sjóðsins:

Columbia has Cocaine. Africa has Gold. Iceland has Fish. A handful of people control the trade. Inspired by true events, Black Port takes a look at the Icelandic fishing industry and the complex world surrounding fishing quotas. It’s a story of friends, fishermen, politicians, businessmen, swindlers and corporate princes.

Handrit skrifa Mikael Torfason, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Leikstjórar eru Björn Hlynur, Gísli Örn og María Reyndal. Vesturport framleiðir, en alls verða þættirnir átta.

Fyrirhugað er að sýna þá á RÚV á næsta ári.

Fjármagn kemur frá ARTE France og Turbine Studios í Bretlandi, ásamt nöllum norrænu almannastöðvunum, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Sjá nánar hér: Five TV series and two films receive funding

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.