RIFF kynnir myndaval

riff-poster-2016RIFF hefst þann 29. september næstkomandi og sýnir hátt í sjötíu myndir frá 47 löndum. Þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin.

Í hópnum eru 4 heimsfrumsýningar, 4 Evrópufrumsýningar og 29 Norðurlandafrumsýningar. Flestar bíósýningar í ár fara fram í Bíó Paradís og verður upplýsingamiðstöð hátíðarinnar jafnframt þar, en einnig verða sýningar í Háskólabíói og Norræna húsinu.

Heiðursgestir RIFF í ár eru þrír; Darren Aronofsky, Deepa Mehta og Chloë Sevigny. Þau hafa öll verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið margvísleg verðlaun á undanförnum árum og verður verkum þeirra gerð góð skil á hátíðinni. Einnig er hinn goðsagnakenndi  Alejandro Jodorowsky heiðursleikstjóri hátíðarinnar og verða tvær nýjustu myndir hans sýndar. Hann átti ekki heimangengt á hátíðina af heilsufarsástæðum, en sonur hans, Brontis Jodorowsky, kemur í hans stað.

Myndaval hátíðarinnar er hægt að kynna sér í heild hér.

Sérstaklega er bent á að Dekalog bálkurinn eftir Kieslowski, þar á meðal Stutt mynd um morð og Stutt mynd um ást, verður sýndur í heild á hátíðinni.

Sjá nánar hér: Stórstjörnur og heimsfrumsýningar á RIFF – RIFF

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR