“Guðleysi” fær Gullna lundann

Úr Guðleysi, sem hlaut Gullna lundann á RIFF 2016.
Úr Guðleysi, sem hlaut Gullna lundann á RIFF 2016.

Loka­hóf RIFF, Alþjóðlegr­ar kvik­mynda­hátíðar í Reykja­vík fór fram í Hvala­safn­inu í gærkvöldi. Þar var hátíðinni form­lega slitið og verðlaun veitt í keppn­is­flokk­um hátíðar­inn­ar.

Mynd­in Guðleysi/Bez­bog/God­less (BUL/DEN/FRA) í leik­stjórn Ralitza Petrova hreppti aðal­verðlaun hátíðar­inn­ar, Gullna lund­ann. Mynd­in var hluti af keppn­is­flokkn­um Vitran­ir / New Visi­ons þar sem ell­efu mynd­ir kepptu um verðlaun­in. Flokk­inn skipuðu ell­efu mynd­ir sem eiga það sam­eig­in­legt að vera fyrsta eða annað verk leik­stjóra og ögra viðtekn­um gild­um í kvik­mynda­gerð og vísa veg kvik­myndal­ist­ar­inn­ar til framtíðar, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá RIFF.

Þetta kemur frá á mbl.is og þar segir ennfremur:

Að auki hlaut mynd­in Ris­inn/Jätten/ The Gi­ant (SWE/DEN) í leik­stjórn Johann­es Nyholm úr flokkn­um Vitran­ir/New Visi­ons sér­staka viður­kenn­ingu dóm­nefnd­ar.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Guðleysi seg­ir:

Gullni lund­inn kem­ur í hlut hrárr­ar en fag­urr­ar mynd­ar með áhrifa­mikl­um leik og kvik­mynda­töku. Mynd­in samþætt­ir spennu glæpa­sög­unn­ar við lág­stemmda lýs­ingu á kúg­un í fyrr­ver­andi komm­ún­ista­ríki, þar sem ein­ung­is glitt­ir í frelsi í hinni helgu ver­öld tón­list­ar­inn­ar. Gullni lund­inn fer til Guðleys­is eft­ir Ralitzu Petrovu.

Dóm­nefnd skipuðu: Jon­as Holm­berg, list­rænn stjórn­andi kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Gauta­borg, Grím­ur Há­kon­ar­son leik­stjóri og Yrsa Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur.

Mynd­in Eyj­arn­ar og hval­irn­ir/The Is­lands and the Whales (FRO/SCO) í leik­stjórn Mike Day var sig­ur­mynd flokks­ins Önnur framtíð/A Dif­f­erent Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifa­mikl­ar heim­ilda­mynd­ir sem eiga það sam­eig­in­legt að fjalla um mann­rétt­inda- og um­hverf­is­mál.

Mynd­in Ung­ar/Cubs (ICE/USA) í leik­stjórn Nönnu Krist­ín­ar Magnús­dótt­ur hlaut verðlaun sem besta ís­lenska stutt­mynd­in.

Eva Sigurðardóttir framleiðandi og Nanna Kristín Magnúsdóttir handritshöfundur og leikstjóri Unga, sem valin var besta stuttmyndin á RIFF 2016.
Eva Sigurðardóttir framleiðandi og Nanna Kristín Magnúsdóttir handritshöfundur og leikstjóri Unga, sem valin var besta stuttmyndin á RIFF 2016.

Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki er­lendra stutt­mynda og var það mynd­in Heima /Home (UK/KOS) í leik­stjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau.

Mynd­in Herra Gaga/Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leik­stjórn Tomer Heym­an hlaut áhorf­enda­verðlaun RIFF og kem­ur hún úr heim­ilda­mynda­flokki hátíðar­inn­ar. Kosið var um áhorf­enda­verðlaun­in á vefsíðunni mbl.is og kepptu þar mynd­ir úr heim­ilda­mynda­flokki og Fyr­ir opnu hafi/Open Seas flokki hátíðar­inn­ar.

Loks hlaut mynd­in Her­tog­inn / The Duke (USA) í leik­stjórn Max Barbakow Gullna eggið, viður­kenn­ing­ar­verðlaun fyr­ir unga leik­stjóra.

Á morg­un, sunnu­dag verður verðlauna­mynd­in Guðleysi sýnd í Bíó Para­dís klukk­an 15.30 og Herra Gaga sýnd klukk­an 19.30 í Bíó Para­dís. Einnig verður auka­sýn­ing á Ransacked í Bíó Para­dís klukk­an 21.30.

Sjá nánar hér: Guðleysi hlaut Gullna lundann

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR