DV um „Eiðinn“: Dýrmæt mynd

Rammi úr Eiðinum.
Rammi úr Eiðinum.

Kristján Kormákur Guðjónsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í DV og segir hana afskaplega dýrmæta mynd. Hann gefur henni fjóra og hálfa stjörnu.

Kristján segir m.a.:

Leikurinn er eins góður og best gerist. Baltasar sem hefur sagt að hann sé meiri leikstjóri en leikari slær ekki feilnótu í báðum hlutverkum. Hera Hilmars stendur sig með prýði og Gísli Örn fangar undirheimahrottann Óttar á trúverðugan og áreynslulausan hátt.

Sjónrænt er myndin einstaklega vel gerð. Kvikmyndatakan er þaulhugsuð og vönduð og myndmálið talar á áhrifaríkan hátt við áhorfandann. Þá eru skotin fagurfræðilega hugsuð og færa dýpri merkingu í senurnar. Þó svo að sögusviðið sé nær eingöngu í Reykjavík og nágrenni tekst Baltasar og kvikmyndatökumanninum að fanga og færa áhorfandanum óvenjulegt og kraftmikið sjónarhorn af landslaginu með mögnuðum þyrluskotum. Óvæntar og kraftmiklar senur með íslenskri náttúru gefa áhorfandanum einnig andrými frá hryllingi undirheimanna og ljá kvikmyndinni kraft.

Litameðferð er einnig vönduð og falleg. Blúsaðir skammdegislitir gefa myndinni á sama tíma sorg, vonleysi, þögn, þunga og ást, líka fegurð og óáþreifanlegt traust og spegla um leið innri líðan og átök sögupersóna.

Þetta er fjögurra og hálfrar stjörnu kvikmynd. Staðreyndin er sú að nánast hvergi er veikan hlekk að finna í Eiðnum.

Sjá nánar hér: Dýrmætur Eiður – DV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR