Halldóra Geirharðsdóttir tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í „Kona fer í stríð“

Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kona fer í stríð.

Halldóra Geirharðsdóttir hlýtur tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð eftir Bendikt Erlingsson. Tilnefningarnar voru kynntar í gær en verðlaunin verða veitt í Sevilla á Spáni 15. desember næstkomandi.

Halldóra er tilnefnd í flokki leikkvenna í aðalhlutverki. Þá má og geta þess að íslensk/sænski leikarinn Sverrir Guðnason er tilnefndur í sambærilegum flokki leikara fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Borg/McEnroe eftir Janus Metz.

Tilnefningar má skoða hér.

Þetta er óneitanlega merkisviðburður. Þrjú ár eru liðin síðan íslenskt verkefni var síðast tilnefnt til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut tilnefningu 2015. Þar á undan höfðu áratugir liðið, sjá nánar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR