spot_img

Margot Robbie í leikarahóp „Z for Zachariah“

Margot Robbie í The Wolf of Wall Street.
Margot Robbie í The Wolf of Wall Street.

Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.

Með önnur helstu hlutverk fara Chris Pine og Chiwetel Ejiofor, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni 12 Years a Slave eftir Steve McQueen. Robbie kemur í stað Amanda Seyfried.

Tökur hefjast á Nýja-Sjálandi eftir viku.

Sjá nánar hér: Margot Robbie Set To Star in ‘Z For Zachariah’ Movie.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR