„Bakk“ plakatið er hér, frumsýning í byrjun maí

Bakk posterPlakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku.

Bakk verður frumsýnd í byrjun maí. Leikstjórn er í höndum Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar. Þetta er kómedía sem fjallar um tvo vini sem ákveða að bakka hringveginn.

Gunnar fer jafnframt með aðalhlutverk ásamt Víkingi Kristjánssyni. Með önnur hlutverk fara meðal annars Saga Garðarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Halldór Gylfason, Þorsteinn Guðmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttur og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR