[Stikla] Þáttaröðin „Fangar“ hefst á RÚV 1. janúar

fangar_1000x500Þáttaröðin Fangar hefur göngu sína á RÚV á nýársdag næstkomandi. Stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.

Líf Lindu hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharnaða glæpamenn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis.

Þorbjörg Helga Dýrfjörð fer með aðalhlutverk ásamt Halldóru Geirharðsdóttur. Meðal annarra leikara eru Kristbjörg Kjeld, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og fjöldi annarra.

Handrit skrifa Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason sem einnig leikstýrir, en þáttaröðin er byggð á hugmynd Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR