Þrettán íslenskar myndir á norrænum kvikmyndafókus í Sao Paulo

poster39Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo í Brasilíu stendur fyrir stærðarinnar norrænum fókus frá 22. október – 4. nóvember þar sem fjöldi kvikmynda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða sýndar. Íslensku myndirnar eru 13 talsins.

Sjaldan hafa verið sýndar jafn margar íslenskar myndir við sama tækifæri á erlendri grund, segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur Þrasta og Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur Hrúta verða viðstaddir fókusinn í boði hátíðarinnar. Einnig verða framleiðendurnir Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery viðstödd fókusinn og munu halda ræður á umræðuvettvangi sem kallast „Meeting Brazil and the Nordics“.

Á umræðuvettvanginum mun fólk úr kvikmyndageirum Brasilíu, Íslands, Danmörku, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands sameinast og ræða nýja möguleika á meðframleiðslu ásamt nýjum dreifingarleiðum, sýningarmöguleikum og nýrri tegund sölu á listrænum kvikmyndum.

Myndirnar 13 verða sýndar í nokkrum flokkum og eru sem hér segir:

New Filmmakers Competition:

Þrestir ­(2015) – leikstjóri: Rúnar Rúnarsson

Blóðberg ­(2015) – leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson

Grafir & bein ­(2014) – leikstjóri: Anton Sigurðsson

International Perspective:

Hrútar ­(2015) – leikstjóri: Grímur Hákonarson

Sjóndeildarhringur ­(2015) – leikstjórar: Bergur Bernburg, Friðrik Þór Friðriksson

Fúsi ­(2015) – leikstjóri: Dagur Kári

Vonarstræti ­(2014) – leikstjóri: Baldvin Z

Afinn ­(2014) – leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson

Special Presentation:

Elfjall ­(2011) – leikstjóri: Rúnar Rúnarsson

Órói ­(2010) – leikstjóri: Baldvin Z

Mamma Gógó ­(2010) – leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson

Nói albínói (2003) – leikstjóri: Dagur Kári

Youth Festival:

Hetjur Valhallar – Þór (2011) – leikstjóri: Óskar Jónasson

Sjá nánar hér: Stór íslenskur kvikmyndafókus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo – 13 myndir sýndar | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR